Staður: Grundarfjarðarvöllur
Stund: Föstudagur 11. maí 2007 kl. 20:00
Hvað er ég að tala um?
Visa-bikarkeppni KSÍ: Grundarfjörður - Höfrungur
Fyrir þá sem eru ekki að kveikja þá fengum við strákarnir í hinu geysiskemmtilega og fallega utandeildarknattspyrnuliði sem gengur undir nafninu Vatnsberar að skrá okkur í bikarkeppnina undir merkjum Ungmennafélags Grundarfjarðar.
Eftir því sem við komumst næst er þetta lið frá Þingeyri og þökkum við guði fyrir heimaleikinn. 2ja tíma rúntur í fjörðinn fallega og í mat til mömmu í leiðinni hljómar betur en hálfsdagsferðalag vestur á firði og svefnpokapláss hjá Jóhönnu systir.
Dráttinn má sjá hér. Frekar óþægilegt að sjá framhaldið, þ.e. ef við vinnum þetta lið þá fáum við nágranna okkar frá Stykkishólmi og ef kraftaverkin myndu gerast þá fengjum við leik við Aftureldingu á þeirra heimavelli í Mosó.
Hvað segja kempurnar alltaf í sjónvarpinu: "Við tökum bara einn leik fyrir í einu."
föstudagur, febrúar 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli