laugardagur, mars 31, 2007

Hreyfingarskýrsla marsmánuðar

17 dagar í hreyfingu af þeim 31 sem í boði var í marsmánuði. Reyndar fór ég eitthvað minna í ræktina en venjulega aðallega vegna þess sífellt meira er að gera í boltanum. Æfingaleikur á sunnudegi, æfing á mánudegi og útihlaup á miðvikudegi er nokkuð sem tekur vel í aldraðan skrokkinn á mér þannig að ég er ekkert æstur í að mæta í ræktina alla hina dagana. Tók reyndar á mig rögg í dag þegar ég uppgötvaði að það væri síðasti sjéns að gera eitthvað í hreyfingarmálum í þessum mánuði og dreif mig út og hljóp hringinn niðri í Elliðaárdalnum, nennti ómögulega í ræktina. Rosalega var ég sáttur við sjálfan mig, þegar ég var kominn heim.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

17 skipti er nú heldur slappt ég sem skoraði á þig að hafa amk 25 hreyfitíma.... Þú verður heldur betur að kippa þessu í liðinn í apríl......

Nafnlaus sagði...

Svo neitarðu bara að koma út að skokka á fallegum sunnudagsmorgni. Ég held að þú þurfir að taka þig á ASAP