sunnudagur, mars 04, 2007

Incubus

Fór á Incubus í Laugardalshöllinni í gær. Þetta telst líklega eitt af þeim böndum sem maður hefur hlustað á með öðru eyranu í gegnum tíðina ef hægt er að nota það orðalag. Maður á sem sagt ekki alla diskana og þekkir ekki öll þeirra verk eins og handarbakið á sér en mikið af þeirra efni er manni vel kunnugt.

Ég lagði bílnum á mínum venjulega stað þegar ég fer á stórviðburði í Laugardalnum, sem eru þó venjulega fótboltaleikir og því var smá göngutúr upp í Höllina. Mígandi rigning gekk akkúrat þá yfir og ég kom holdvotur á svæðið. Tommi var ekki mættur á svæðið með miðann minn og ég þurfti því að hinkra í 10 mínútur eða svo. Sem betur fer gat ég hinkrað undir skýli svo ég þyrfti ekki að standa alveg undir bununni.

Mínus hitaði upp og spilaði í hálftíma. Mér skilst að þeir séu að vinna að nýju efni og ég var ekki alveg nóg vel inni í því sem þeir voru að flytja þarna, eins og þorrinn af mannskapnum sem var á svæðinu að mér virtist. Einn og einn slagari fékk þó að fljóta með og tók þá áhorfendurnir við sér. Ég hef séð þessa drengi nokkrum sinnum live og hef eins og venjulega annars lítið út á þá að setja.

Við tók hálftíma pása áður en aðalnúmerið steig á stokk. Þeir byrjuðu með látum og hristu fram seinni tíma slögurum, eitthvað sem allir innanhús þekktu. Þeir keyrðu svo í gegn þéttu prógrammi sem varði í einn og hálfan tíma. Lítið út á þá að setja, helst að manni fannst vanta svona 1-2 gamla slagara en ekkert sem maður missir svefn út af. Heilt yfir flott kvöld og ég var a.m.k. sáttur.

Það var líka hætt að rigna þegar ég rölti út í bíl.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaða hljómsveit er nú þetta?????

Nafnlaus sagði...

Inga! Vera með hérna...