sunnudagur, júní 17, 2007

Af snillingum

Sem Barcelona stuðningsmaður þá ætti maður að vera brjálaður yfir þeirri staðreynd að Real Madrid varð Spánarmeistari núna í kvöld á lokadegi deildarinnar, á kostnað minna manna. En ég er ekki brjálaður, pínu svekktur m.a. vegna Eiðs Smára og allt það en hann hefur nú svo sem ekkert fengið að spila nein ósköp. En hvernig er annað hægt en að halla sér aftur í stólnum og brosa út í annað yfir meistara Beckham? Þvílíkur endir hjá karlinum, 4 ár og enginn titill en í síðast leiknum í Real Madrid búning klára þeir þetta og nánast allir voru búnir að afskrifa hann.

Svona gera bara snillingar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gargandi snilld eins og vinur okkar myndi orða þetta

Nafnlaus sagði...

æl uppí háls.... Væri ekki nær að blogga um eitthvað annað en fótbolta svona einu sinni. Þetta blogg þitt fer að verða ansi litað af helv.... boltanum

Nafnlaus sagði...

Þetta varð að enda svona, annað hefði bara verið leiðinlegt!

Nafnlaus sagði...

Þetta var náttúrulega bara frábært hjá kallinum. Fúl tilhugsun að hann sé að fara frá Evrópu - verður ekki þessum hæfileikum bara kastað á glæ í NA??

kv
Gulla