Sunnudagur 17. júní 2007
Hefðbundinn 17. júní, farið niður í bæ um hádegisbilið í ok veðri sem varð að fínasta veðri þegar á leið. Hittum á Ingu og Gunna sem eru komin heim yfir sumarmánuðina frá landi Baunanna. Einnig voru Guðrún og Jökull á svæðinu og það var tekið hefðbundið miðbæjarrölt, hoppukastalar og candy floss, varla hægt að biðja um það betra. Hópurinn tvístraðist svo þegar á daginn leið en við fórum svo heim á leið og grilluðum ofan í okkur. Drengirnir voru svo hérna úti í garði að leika sér til kl 21:30.
Þriðjudagur 17. júní 1986
Ég vaknaði um kl 10 og fór í bæinn kl 3 með Erlu, Esther, Danna og Jóhönnu. Aldrei á ævi minnni hef ég séð svona mikið af fólki niðri í bæ. Ég og Danni fengum kúrekahatta og stafi en Jóhanna fékk bara staf. Síðan fengum við okkur öll ís en þegar við komum heim fór ég strax að horfa á leik Ítala og Frakka sem endaði 2:0 fyrir Frökkum. Ég fór út í fótbolta við Óla, sem býr í kjallaranum við hliðina. Óli var einn í liði en ég var með Jóhönnu og Magga, litla bróðir Óla í liði. Leikurinn fór 20:18 fyrir mínu liði. Sagt er að við höfum aldrei fengið eins gott veður á 17. júní eins og var í dag.
mánudagur, júní 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Af hverju fékk ég bara staf en ekki hatt.... Bara svo það sé á hreinu þá man ég nkl EKKERT frá þessum degi.... Síst frá þessum fótbolta og síðan hef ég ekki spilað fótbolta.... held ég...
Bíddu halló halló, hvernig manstu þetta? Mér finnst nú sennilegast að þú hafir haldið dagbók á sínum tíma og leitir uppl þar :-)
Persónulega man ég nokkrun veginn eftir 17. júni árið 1994, 1995 og rámar í nokkur atriði frá 17. júní árið ca ´76. En viðurkenni þó að ekki man ég hvenær ég vaknaði þessa daga.
kv,
Gulla
Hmm, er minn betri penni nú heldur en við ellefu ára aldur?
Nei, bara spyr...
Karlinn hélt dagbók hluta árs 1985, 1986 og 1990
Skrifa ummæli