laugardagur, júní 09, 2007

Það sem er að drífa á dagana

Ísak Máni var að spila á tónleikum um daginn en hann er búinn að vera að æfa píanó síðan á áramótum. Afraksturinn má sjá hér:



Duttum svo í einhverja steypu með herbergi drengjanna, ákveðin uppstokkun þar í gangi með herbergis- og rúmskipan. Þetta kostar smá smíðavinnu og dýnuinnkaup en lesendur þessarar síðu vita eflaust að ég er ekki smiður nr. 1 í þessari fjölskyldu. Konan var búin að peppa sig upp í þetta og því hægt að segja að málin hafi verið í góðum gír. Hún fór hinsvegar á fótboltaæfingu eins og venjan er fyrir helgi en kom heim ekki alveg í sama ástandi og hún fór í. Þetta þýðir einfaldlega að hér á heimilinu er ákveðið millibilsástand í framkvæmdum sem voru hafnar áður en þetta slys bar að. Reyndar er hún ekki brotin þannig að vonandi fara hjólin aftur að snúast um næstu helgi.



Ekki hægt að enda þetta án þess að tala um fótbolta. Ísak Máni var að keppa í dag á Bónusmóti Þróttar í Laugardalnum með ÍR-ingunum. Hann komst í A-liðið og spiluðu þeir fimm leiki en hann stóð í markinu í þremur leikjum. Þeir unnu 3 leiki og gerðu 2 jafntefli en það dugði til að vinna mótið og bikar í safnið. Logi Snær var vitaskuld á svæðinu og sýndi boltatakta.





1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur Ísak :-D