laugardagur, nóvember 10, 2007

Löngu kominn frá Köben

Þá er maður mættur heim á klakann eftir skreppitúr til Köben. Fórum út á fimmtudeginum fyrir rúmri viku og komum heim núna á þriðjudaginn. Fínasta ferð alveg, gott að komast aðeins af skerinu og sjá eitthvað annað, stíga varla inn í bíl og chilla bara. Eitthvað var verslað, svona aðeins enda það víst nauðsynlegt ef þú ert íslendingur í Köben. Höfuðstöðvarnar voru heima hjá Ingu og Gunna en svo var líka skroppið til Erlu og co og tekinn smá rúntur í Óðinsvé.

Lítið meira um þetta að segja, tók að mér að flytja snjóbrettið hennar Ingu sem var hérna niðri í geymslunni hjá okkur út til Köben. Var þokkalega furðulegur með snjóbretti á flugvellinum í Danmörku, ekki mikið af svoleiðis græjum sjáanlegar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hihihi.....

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir komuna mikið var gaman að fá ykkur í heimsók og ekki slæmt að geta verið í verslunarleiðangri í 3 daga.
Kveðja, Inga

Nafnlaus sagði...

Og nú ertu löngu búinn að segja okkur að þú sért löngu kominn heim... þú ert orðinn álíka aktívur bloggari og betri helmingurinn

Nafnlaus sagði...

Tek undir með Tomma frænda.... orðin frekar þreytt færsla

KOMA SVO !!!!!