sunnudagur, október 12, 2008

Eymundssonmótið 2008


Eymundssonmótið í körfubolta fór fram í gær og Ísak Máni var að spila með ÍR. Hann steig einmitt sín fyrstu spor í þessu sporti á þessu móti í fyrra. Talsverðar framfarir hjá gaurnum frá því í fyrra, bara gott með það. ÍR-ingar taka samt greinilega aðra nálgun á þetta mót en önnur lið, voru með byrjendur í bland við þá sem lengra eru komnir og voru með slakasta liðið. En sigur er víst ekki allt þegar þú ert 9 ára...

...það er ógó töff að fá medalíu, hafa skorað körfu og fengið verðlaunin úr hendi Jóns Arnórs Stefánssonar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þessi Jón Arnór eitthvað merkilegur kall ?? Aldrei heyrt þetta nafn en annars er hann frændi minn alltaf flottastur

Nafnlaus sagði...

Æi þetta er yndislegt :-)

Berast engar fréttir norður fyrir heiðar??? Hver er Jón Arnór - HALLÓ

kv,
Gulla