Eftir að karlinn fékk sér ljósleiðaratenginguna og fékk í kaupbæti nokkrar sjónvarpstöðvar dett ég stundum inn í þáttinn á Discovery um feðgana sem handsmíða mótorhjól og vini þeirra. Hafði heyrt um þessa þætti einhversstaðar og sá feðgana m.a. í Jay Leno hérna um árið. Magnaðir þættir. Fyrirfram hefði ég aldrei trúað því að ég myndi nenna að horfa á þetta en það er eitthvað við þetta. Kannski leynda þráin að eignast mótorhjól?
Ég hef aldrei gerst svo frægur að aka mótorhjóli. A.m.k. ekki svona alvörugrip. Ég held að þetta sé svolítið eins og með golfíþróttina, ef ég myndi prófa þá yrði ég líklega alveg „húkkt“. Fyrir utan skiptin í garðinum hjá Vigga á æskuárunum í Grundarfirði þá get ég ekki sagt að ég hafi prófað golf. Nema fyrir utan minigolf sem ég ætla klárlega að stunda af krafti á elliheimilinu. Ég er búinn að digga, þrátt fyrir að hafa aldrei testað mótorhjólin, að ég væri klárlega hippatýpan en ég sé voða lítið spennandi við þessi racerhjól. Að geta setið nokkuð uppréttur í góðum fíling með vindinn í andlitið held ég að sé málið. Maður er kannski orðinn svona mikil gunga með árunum (eða hef kannski alltaf verið það) að maður leggur ekki í þetta. Tilhugsunun um að fljúga með fullum þunga á malbikið á rúntinum á fallegum sumardegi hljómar ekkert rosalega sexý. Líka það að það er ekki nóg að þú keyrir eins og engill heldur gætir þú fengið Toyota Landcruiser yfir andlitið á þér af því að ökumaðurinn á honum var að tala í gemsann og sá þig ekki. Sorry félagi. Skemmtu þér vel í hjólastólnum það sem eftir er, þ.e. ef þú ert heppinn.
Á meðan skrúfa ég bara gluggann niður á bílnum, læt vindinn þjóta um vangann og ímynda mér að ég sé á svarta chopperhjólinu mínu. Það dugar mér eitthvað áfram.
þriðjudagur, ágúst 04, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Djö.. er ég fegin að það dugar þér að rúnta um á pöffaranum og ímynda þér að þú sért á mótorhjóli. Styð þetta alveg hjá þér.
ég var alvarlega að spá í að fá mér rauða vespu, mundi aldrei þora á neitt stærra, en þessi punktur hjá þér með landróver gæjann með gemsann í annari og úpps... er alveg að fá mig til að hugsa um þetta aðeins lengur :/
Gó for itt
Skrifa ummæli