miðvikudagur, ágúst 19, 2009
Stórtíðindi
Það fór loksins þannig að tönnin sem var búin að hanga nánast á lyginni einni saman gaf sig í kvöld. Þurfti reyndar smá aðstoð frá mömmunni, vopnuð tannbursta, en það hafðist. Fyrsta tönnin því farin og farið að hrikta í einhverjum fleiri stoðum í stellinu. Hverjum er þá ekki sama að Burnley hafi unnið United í kvöld í fyrsta sinn í einhver tugi ára? Síðan George Best var og hét held ég. Bliknar í samanburði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Burnley að vinna United??? Hvað ertu að tala um... Hvaða Burnley? Hvaða United??? Leeds þá eða??? Veit ekki hvað þú ert að tala um.
Það er stutt í að sumir verði fullorðnir, best að kommenta ekkert á hitt!!
Kv. Haraldur
High five fyrir Loga!!!!
Skrifa ummæli