Skólinn hjá drengjunum að hefjast eftir helgi og þá fer síðasti hluti vetrarrútínunar af stað. Tala nú ekki um fyrst að fyrirhuguðu leikskólaverkfalli var svo afstýrt en það hefði klárlega haft eitthvað að segja varðandi rútínuna hjá þeim yngsta. Ísak Máni og Logi Snær hafa verið á námskeiðum í síðustu viku, ólíkum þó.
Ísak Máni átti að vera á körfuboltanámskeiði hjá ÍR en það var blásið af með einhverjum 12 tíma fyrirvara og því þurftu við að gúggla eitthvað körfuboltanámskeið á höfuðborgarsvæðinu á mettíma. Enduðum við á því að „treida“ honum yfir til Vals og sótti hann því körfuboltanámskeið á Hlíðarenda í vikunni, eins og hann reyndar gerði hérna um árið. Hann var mjög sáttur við það enda aðstaðan öll til fyrirmyndar og þjálfarateymið þar virðist vera að gera gott mót, það skemmdi ekki fyrir að yfirþjálfarinn mundi eftir honum frá því síðast.
Logi Snær fór hinsvegar í Laugardalinn í Ármann, á fimleikanámskeið. Það var allan daginn og skiptist þannig að fyrir hádegi var hann í fimleikum en eftir hádegið var Húsdýragarðurinn, sund, TBR-húsið eða eitthvað annað í þeim dúr. Hann var alveg að fíla þetta og ég held að lendingin verði sú að hann fari í fimleika í haust með fótboltanum ef dagskránnar smella allar saman og mamman sé opin fyrir því að skutla fram og tilbaka.
Það færi nú þá aldrei þannig að maður færi að hoppast og skoppast í kringum fimleikamót líka, svona í dauða tímanum. Alltaf gaman að setja eitthvað nýtt í reynslubankann en fimleikar voru aldrei inn í myndinni með Ísak Mána enda líkamlega aðeins önnur týpa en Logi Snær. Það væri nú líka ekkert gaman ef þeir væru allir eins.
sunnudagur, ágúst 21, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Flottur hjá Loga að skella sér í fimleika. Man ekki betur en hafi æft það með KR hérna í eld eld gamla daga haha
Skrifa ummæli