Enn eitt dæmið um að karlinn kanni áður ókomna staði á Íslandi, þökk sé íþróttaiðkun barnanna. Ég þurfti sem sagt að rífa mig upp daginn eftir Írlandsferðalagið og vera mættur með frumburðinn á Flúðir fyrir hádegið. 8. flokkurinn hjá ÍR í körfunni var að spila tvo leiki þar, við Grindavík og Hrunamenn. Menn náðu að vígja nýju búningana með tveimur sigrum. Hafði sem sagt ekki komið þangað áður, örugglega margt vitlausara en að eiga bústað þarna í grendinni, ekki það að ég sé að fara fjárfesta í svoleiðis.
Annars að frétta af Loga Snæ að hann tilkynnti fyrir helgina að hann væri hættur (í bili a.m.k.) í handboltanum. Hann hefði átt að spila í sínu fyrsta móti í dag en það varð eðlilega ekkert úr því, ekki fyrst menn eru hættir. Hann er þá í fimleikum og körfubolta og það er í sjálfu sér alveg fínt, minnkar aðeins skutlið sem er aðallega á verkefnalista mömmu hans.
sunnudagur, nóvember 13, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli