Hér sé líf og hér sé fjör. Helgin að líða undir lok og það hlýtur m.a. að þýða íþróttabrölt barnanna ef við höfum ekki verið svikin, jújú mikið rétt. Í þetta sinn var Logi Snær í aðalhlutverki en drengurinn sá var að keppa í körfubolta í fyrsta sinn. Slær eldri bróðir sínum við svo munar einu ári ef reikniskunnáttan er ekki að bregðast mér en Ísak Máni tók þátt í sínu fyrsta körfuboltamóti þegar hann var 8 ára á meðan Logi er „bara“ 7 ára. Á móti kom reyndar að Ísak Máni hafði verið í handbolta árinu áður, á meðan Logi Snær byrjaði í handboltanum, eins og körfuboltanum, núna í haust. Nóg komið að tilgangslausum samanburði sem eru reyndar tölfræðiupplýsingar sem vonandi gaman er að vita seinna meira, þó það sé bara fyrir drengina sjálfa.
Logi Snær var að taka þátt í Sambíómótinu hjá Fjölni, hét áður Hópbílamótið held ég og spilaði Logi í Rimaskóla. ÍR sendi aldrei lið í þetta þegar Ísak Máni var á þessum aldri þannig að við vorum að fara í fyrsta sinn á þetta mót. Fullmikið prógramm fyrir minn smekk, 5 leikir sem voru teygðir yfir laugardag og sunnudag með bíóferð og kvöldvöku. Við fjölskyldan reyndum svona að skipta þessu á milli okkar, Sigga tók aðallega laugardaginn og fékk þá bíóferð og kvöldvöku í kaupbæti. Við Daði Steinn fylgdum Ísaki Mána á tónleika í Seljakirkju á laugardeginum áður en við kíktum upp í Grafarvoginn. Ég tók svo sunnudaginn. Þetta prógramm hefur væntanlega allt verið gert til að geta réttlætt að rukka hvern iðkanda meira en ella. Meira að segja var liðunum boðið að gista í skólanum, sem ÍR þáði sem betur fer ekki. Strákurinn stóð sig vel, smellti niður einhverjum körfum og var voða ánægður með þetta sem hlýtur að vera mergur málsins. Nýju ÍR búningarnir komu í hús rétt fyrir lokun á föstudeginum hjá Braga í Leiksport þannig að menn tóku sig vel út á velli. Númer 5 eins og stóri bróðir fékk sér.
sunnudagur, nóvember 06, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli