Daða Steini finnst ekki leiðinlegt að láta lesa fyrir sig. Mér finnst ekki leiðinlegt að lesa fyrir hann, svona yfirleitt. Það er nú samt þannig að mér finnst bókakosturinn sem er í boði misskemmtilegur, eins og kannski eðlilegt er. Og ég og Daði Steinn höfum ekki alltaf sömu skoðun hvað þetta varðar.
Tökum sem dæmi ritröðina Skemmtilegu smábarnabækurnar sem eitthvað er til af hérna heima, mér fyndist réttara að nefna þær Misskemmtilegu smábarnabækurnar. Daða er nefnilega ekki sama hvaða bækur verða fyrir valinu þegar hann er í lestrarhlustunargírnum, sumum vill hann ekki gefa svo mikið sem eitt tækifæri á meðan aðrar eru heilagar. Og þær þarf að lesa aftur og aftur og aftur... Sem er svo sem í lagi, á meðan efni bókarinnar er í lagi en þegar það er ekki í lagi þá er það ekki í lagi.
Bláa kannan er déskoti fín finnst Daða, get ekki sagt að ég deili þeirri skoðun. Saga sem gengur út á að aðalsöguhetjan hittir mismundandi persónur og spyr þær sömu spurningarinnar og fær alltaf sama svarið, þangað til í lokin. Græni hatturinn og Svarta kisan ganga út á það sama, get ekki sagt að ég sé einskær aðdáandi Alice Williamsson sem er skráð fyrir þessum þremur sögum en geri mér jafnframt grein fyrir að hún hefur væntanlega verið stödd á öðru tímaskeiði en ég blessunin. Þá er skárra að lesa um Grísina þrjá eða Úlfinn og kiðlingana sjö sem eru sem betur fer líka ofarlega á vinsældarlistanum hjá þeim yngsta.
föstudagur, nóvember 04, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hér sjáiðið Stubb Stubbur er ekki stór hann er bara 5 ára gamall...... Þú hlýtur að eiga bókin um Stubb, var það ekki þannig að mamma las hana svo oft fyrir okkur að hún kunni hana orðrétt utanaf! hahhaaaaa....
Skrifa ummæli