laugardagur, mars 31, 2012

Af plankanum

Plankaverkefnið hangir enn, planki framkvæmdur á hverjum degi frá áramótum og enn hefur ekki dagur dottið út.  Við héldum sama tíma í mars og í febrúar, 1:55 mín, yfirleitt með einni pásu en tókum þetta nokkrum sinnum í einni lotu.  Eitthvað verður bætt í núna í apríl en ég leyfi Ísaki að stjórna tímanum.
Það virðist ekki vera einfalt að auka þolið í þessu, mér finnst þetta alltaf jafn djö... erfitt.  Tók þátt í smá keppni niðri í vinnu í tengslum við eitthvað Crossfit átak þar sem plankinn var tekinn og menn reyndu að hanga sem lengst.  Ég tórði í 3:04 mínútur sem mér fannst frekar slappt miðað við að þetta er eitthvað sem ég hef gert á hverjum degi síðan 01.01.2012.  Ég var farinn að titra og nötra þarna í lokin og réð ekki neitt við neitt.  Ísak Máni tók í framhaldinu einn svona úthaldsplanka og náði 3:01 mínútur en ég var ekki búinn að segja honum minn tíma þannig að ég held að hann hefði pínt sig extra þarna til að ná tímanum hans pápa ef hann hefði vitað hann.
Við tökum örugglega aftur svona keppni aftur í apríl og þá verður mönnum stillt upp hlið við hlið, sem ætti að vera hvetjandi fyrir báða aðila.

Engin ummæli: