Sumarfrí framundan, yessss! Kappinn vinnur daginn á morgun og svo er það bara tærnar upp í loft með tilheyrandi táfýlu. Ekkert lítið frí framundan, stilli vekjaraklukkuna á 3. ágúst. Ekki er nú ráðgert að yfirgefa landssteinana í þetta skiptið en það er spurning um að hossast um þjóðvegi landsins með ís í annarri, pylsu í hinni og Sumargleðina í geislanum. Bið ekki um mikið, bara örlitla sólarglætu á kollinn á mér.
Annars er mér alveg hætt að lítast á þennan to-do-list sem stækkar alltaf í höfðinu á mér með tilheyrandi þörf að setjast niður og hvíla mig. Mér finnst langt síðan ég fór að horfa til sumarfrísins þegar einhver verkefni fóru að skjóta upp kollinum. Hvað erum við að tala um?:
Taka WC herbergið í íbúðinni minni niður í frumeindir og tjasla einhverju upp aftur í staðinn.
Mála forstofuna og ganginn.
Mála svefnherbergið mitt.
Taka til í geymslunni og vera svolítið grimmur að henda hlutum í þetta skiptið.
Æi, þetta er nú ekkert svo rosalegt. Byrja af krafti og fer beint í geymsluna á frídegi nr. 1 og klára það mál fyrir helgi. Fresta WC málinu þangað til ég byrja að vinna aftur, lána konunni markmannsbuxur með góðum púðum á hnjánum svo hún geti dundað sér við að flísaleggja á meðan börnin eru látin dunda sér inn í herbergi. Finn svo einhvern rigningardag í fríinu (ætti ekki að vera vandamál) til að henda málingu á forstofuna og ganginn og kemst að þeirri niðurstöðu að ástandið á svefnherberginu hafi ekki verið svo slæmt og því sé engin nauðsyn að mála það.
Gleðilegt sumar.
mánudagur, júlí 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Mæli með anti stick footsmell í fríinu. Bara svona svo að frúin fari ekki frá þér...
Alltaf sól á Suðureyri og fullt af herbergjum til þess að sofa í... Pylsan í boði hússins ásamt tælenskum, indverskum, íslenskum you just name it....
mat þú veist.... vondandi að þú hafir fattað það
Hmm, hvernig er það, sefur Sigga í stofunni? "Mála svefnherbergið mitt" segirðu...
Ef það þarf að mála það þá telst það vera mitt
Skrifa ummæli