25.júní, lokadagur Skagamótsins 2006. Líka afmælisdagurinn hjá Ísaki Mána, guttinn orðinn 7 ára gamall. Ótrúlegt allt saman.
Ég byrjaði daginn á sturtu um morguninn og skildi ekkert í því hvurslags stillingar þetta væru á sturtuhausunum upp á Akranesi því mér fannst eins og það væru naglar sem lentu á hausnum á mér þegar ég stakk hausnum undir bununa. Áttaði mig svo á því að þetta var sæmilegasti sólbruni í hársverðinum sem kallaði fram þessar tilfinningar. Man ekki eftir að hafa sólbrunnið svona ferlega í skallanum áður. Reyndar var ég nýbúinn að vera í vélinni þannig að stráin voru í styttra lagi.
Síðasti leikurinn fór ekki nógu vel fyrir afmælisbarnið. Spilað var við Grindavík og varð niðurstaðan 0:3 tap. Þetta þýddi fjórða sætið í efsta riðlinum og í raun fjórða sætið af tuttugu D-liðum, ekki hægt að vera ósáttur við það. Við tók síðan grillaðar pylsur og lokahóf á aðalvellinum á Akranesi þar sem allir fengu viðurkenningar. Held að allir á þessu heimili séu sáttir með þetta allt saman og þannig á það að vera.
Myndasíðan víst komin í lag og ég ætti þá að geta hent inn myndum annað kvöld, klukkan orðin alltof margt til þess í kvöld.
sunnudagur, júní 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli