Er að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar eftir rétt rúma viku. Farið út á föstudagseftirmiðdegi og komið heim á sunnudagskvöldi. Vinnuferð, eða öllu heldur vinnan er að fara, meiri skemmtiferð en eitthvað annað. Maður kemur nú samt til með að reka nefið inn í eina eða tvær matvöruverslanir bara svona til að skoða, alltaf gaman að koma inn í nýjar matvöruverslanir.
Ég hef ekki orðið svo frægur að koma til Kaupmannahafnar þótt ég hafi einu sinni farið til Danmerkur þegar ég var 10 ára patti. Ég hef heldur ekki stundað svona helgarferðir en ég geri mér grein fyrir því að þetta verður fljótt að líða og ég ætla bara að fara þarna út og taka þessu létt og fylgja straumnum. Það verður nú væntalega tekið Strikið á þetta og eitthvað þessháttar, veit ekki hvort maður kemur heim með mynd af sér í fanginu á hafmeyjunni. Þetta kemur allt í ljós.
Eina sem ég ætla pottþétt að gera í þessari ferð er að láta loksins verða af því og kaupa mér iPod, það er alveg kominn tími á það. Var nánast búinn að láta slag standa þegar ég var í Manchester um mánaðarmótin nóv/okt síðastliðin en það var ekki á fjárhagsáætlun þá. Þetta er varla á fjárhagsáætlunin ennþá en ég verð að tækla það samt. Ég er búinn að hugsa svo mikið um þetta að ég er farinn að telja mér trú um að það verði allt annað líf að eiga iPod. Tengi ég þetta aðallega við ræktina, að þetta verði bara snilld að hafa sín eigin lög en þurfa ekki að hlusta á þessar misgáfulegu útvarpsstöðvar. Svo verður æðislegt að hafa tengja svona grip við bílgræjurnar, það er eiginlega langstærsti kosturinn við þessa græju og get ég varla beðið eftir því að hafa svoleiðis valmöguleika í bílnum.
Rock on.
fimmtudagur, janúar 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
En hvað með MP3 spilarann sem ég keypti handa þér????
Eða réttara sagt fyrir þig :-)
Ég fékk hann einu sinni lánaðann í ræktina(þegar hann var ekki að sinna sinni rækt) og nú segist hann ekki vilja sjá hann aftur - hann sé ekki nógu góður fyrir hann, held einfaldlega að hann sé að reyna að réttlæta ipodinn hmmm - og hann er EKKI á fjárhagsáætlun.
Mp3 er EKKI ipod
Ha ferð þú í ræktina ???
Skrifa ummæli