mánudagur, febrúar 12, 2007

Garpur

Eins og hefur komið hérna fram þá hefur verið talsvert um veikindi á þessu heimili. Eitthvað voru menn orðnir þreyttir á þeim Playstation2 leikjum og DVD myndum sem til voru á lager heima enda þetta grimmt stundað í veikindunum og menn farnir að þrá tilbreytingu. Fór ég því í smá leiðangur til að kíkja á það sem var á boðstólnum í verslun hér í bæ. Eitthvað finnst mér alltaf hálfleiðinlegt að versla tölvuleiki, aðallega vegna þess að ég er engan veginn nógu vel lesinn í þeim fræðum og veit því lítið hvað er málið og hvað ekki. Fór svo að ég endaði í DVD rekkanum og rak augun í svolítið sem kallaði fram þvílíkar endurminningar. Var það hvorki meira né minna en HE-MAN en það var nokkuð sem ég horfði mikið á hérna í den. Eitthvað átti maður af svona körlum og meðfylgjandi dóti sem maður lék sér með. Ég man eftir af hafa séð þetta á DVD í versluninni Nexus fyrir ekki svo löngu síðan en þá kostaði svona 3ja diska box rúmlega 5.000 kall eða eitthvað álíka. Við nánari athugun kostaði þetta 3ja diska box þarna sem ég stóð þarna á gólfinu í ELKO 1.250 kr. Sennilega var Nexus útgáfan einhver flottari en þetta dugði mér. Verslaði þetta og vonaðist til að þetta myndi slá í gegn hjá sjúklingnum. Reyndar var hvorki íslenskt tal eða texti en eftir smá fyrirlestur frá mér (var reyndar búinn að gleyma miklu af því hver væri hvað o.s.frv.) þá var Ísak Máni kominn inn í helstu atburðarrásina, a.m.k. hver væri góður og hver ekki.

Logi Snær hefur sýnt líka efnilega tilburði við að horfa á þetta, gott að horfa á þetta þegar menn eru þreyttir eftir daginn.



Svona smá upprifjun fyrir gamla Garpsaðdáendur:

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OMG eitthvað rámar mig í æskuárin okkar núna HE-MAN eða barbie
What ever hehe

Nafnlaus sagði...

Þá voru nú Thundercats svalari

Nafnlaus sagði...

he-man var málið alveg þangað til she-ra fór að poppa upp í þáttunum af og til... þá sneri maður sér að thundercats.....:)