þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Held fast í von og trú en...

Styttist í nýju Metallica plötuna en útgáfudagurinn er 12. september að ég held. Spenningur hjá karlinum enda gamlar hetjur á ferð. Vandamálið er vitaskuld það að eftir 5 skothelda gripi hafa komið frekar slappar 3 plötur. Síðasti góði gripurinn hvað mig varðar, svarta albúmið, kom út 1991 sem er asskoti langur tími. Svo langur tími að þegar hún kom út þá pantaði ég hana í póstkröfu og náði í hana út á pósthús í Grundarfirði í hádegishléinu í vinnunni í frystihúsinu og renndi stórum hluta hennar í gegn áður en ég þurfti að fara aftur í vinnuna. Í minningunni var ég ekkert alltof hrifinn til að byrja með en hún vann vel á og telst vel frambærileg í dag. Load og Reload plöturnar voru ekki nógu þéttar og einungis nokkur lög af þeim sem rata í spilarann hjá mér í dag. St. Anger var svipuð, þokkalegt sánd en heilt yfir ekki nógu öflug lög.

Búinn að heyra tvö lög af þessari nýju plötu (í dag hefur internetið forskot á pósthúsið) og er enn að melta þetta. Akveðið afturhvarfsfílingur virðist svífa yfir vötnum en hvort það dugar til að heilla menn verður að koma í ljós. Vona að gripurinn verði heilt yfir heillandi en hef samt mínar efasemdir, því miður. Kannski hafa síðustu plötur áhrif á þessa von mína eða öllu heldur vonleysi.

Sjáum til en það er ekki margt sem toppar 4. júlí 2004 þegar þessir drengir spiluðu hérna á klakanum. Enn fær maður gæsahúð við tilhugsunina...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á þessu heimili er líka verið að býða eftir plötunni. Undlingurinn minn er sko forfallinn Metallica aðdáandi.

Kveðja frá Maju (mágkonu hans Villa:-))

Nafnlaus sagði...

Metallica zzzzzzzzzzzzzzz

kv
gulla

Nafnlaus sagði...

ég er með kvíðahnút í maganum af stressi.. Vona það allra besta en búinn við því allra versta..

kv Miðvörðurinn