föstudagur, ágúst 22, 2008

Úrslitaleikurinn framundan

Þjóðarstoltið í botni þessa dagana þegar handboltalandsliðið brillerar núna leik eftir leik og ljóst er að maður kemur til með taka sunnudaginn snemma þegar stóri leikurinn verður.

Þessi mynd af Dorrit okkar eftir leikinn á móti Pólverjum hlýtur nú að vinna einhver verðlaun, þvílík snilld. Forsetinn vill halda þjóðhátíð og Dorrit fór sem fyrr á kostum með sinni einlægni því þegar upp er staðið er Ísland er ekki lítið land, það er stórasta land í heimi. Ég fíla Dorrit.


Nú lifir maður bara í voninni um gullið. Varla samt að maður þori að hugsa þá hugsun til enda...

Engin ummæli: