Ég er búinn að vera reyna að leika fyrirmyndarföðurinn þessa síðustu daga. Sigga fór í einhverja skólaskoðunarferð á miðvikudaginn síðasta en ferðinni var heitið til Svíþjóðar með viðkomu í Köben, hún kom svo heim núna síðastliðin sunnudag. Held að allir og allt hafi sloppið án teljandi skaða þrátt fyrir móðurleysið. Pizza kannski fulloft í kvöldmatinn en hey, þetta voru nú einu sinni strákadagar.
En annars af utanlandsferðum í fjölskyldunni. Hvað eiga þessir tveir knattspyrnuleikir sem háðir verða í Lúndúnum sameiginlegt?
Tími: Laugardagur 20. september 2008
Staðsetning: Upton Park
Viðburður: West Ham United - Newcastle United
Tími: Sunnudagur 21. september 2008
Staðsetning: Stamford Bridge
Viðburður: Chelsea - Manchester United
Jú, ég verð þar...
þriðjudagur, september 09, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
En gaman fyrir þig Davíð minn en hvernig væri nú þið hjónaleysin munduð ferðast oftar saman
nenniru að versla fyrir mig plz...
Þú mátt henda einhverju í Drogba while you're at it
Ekki leiðinlegt, held að sumir myndu alveg vilja vera á sama stað og þú allavega á sunnudeginum
Skrifa ummæli