Flugum út á föstudeginum og eyddum þeim degi í almennt chill, aðallega á Chelsea hótelinu enda tveir gallharðir Chelsea menn í hópnum. Leikurinn á laugardeginum á Upton Park og tókum við leigubíl á svæðið. Þetta var eins og alvöru heimsreisa, tómir indverjar í því hverfi. Við fundum bullubarinn þeirra West Ham manna og þar voru menn hressir. Gríðarleg stemming og fljúgandi bjór út um allt. Leikurinn var flottur, Gianfranco Zola að stýra West Ham í sínum fyrsta leik og landi hans Di Michele að byrja sinn fyrsta leik. Hann setti tvö í 3:1 sigri þar sem við sáum Michael Owen laga stöðuna fyrir Newcastle. Stemmingin fín á vellinum og allir sáttir.
Það var búið að segja okkur að koma okkur út úr þessu hverfi hið fyrsta og skella okkur aftur í miðbæ London. Eftir leikinn var svo rosalegur fjöldi að fara í undergroundið að við ákváðum að rölta aðeins og athuga hvort við gætum ekki fundið leigubíl. Ákvörðun sem var eftir að hyggja frekar slæm. Eftir talsvert þramm í einhverja átt í þessu vafasama hverfi fundum við litla, subbulega „leigubílastöð“. Enginn bíll á staðnum en okkur var lofað bíl. Eftir að hafa hangið þarna í góðan klukkutíma inn í sóðalegri setustofu að horfa á Americans funniest homevideos á milli þess að rölta út til indverjans á horninu að kaupa öl þá kom loksins bíll. Við settumst inn og tiltókum hótelið okkar. Eitthvað varð indverskættaði bílstjórinn skrítinn á svipinn og upp kom úr kafinu að hann rataði ekki þangað. Ok, við sættum okkur við að hann myndi bara skutla okkur á Piccadilly eða bara eitthvað down-town London. Sorry, bílstjórinn hafði ekki hugmynd um hvað við vorum að tala um. Nýr bíll var boðaður á svæðið og öðrum klukkutíma seinna kom hann á svæðið. Sá bílstjóri vissi nú ekki mikið meira en hinn fyrri en var með svona GPS tæki eða hvað þetta heitir og eftir að við stöfuðum fyrir hann Oxford Street þá gátum við haldið af stað. Óskaplega var gott að komast út úr þessu hverfi.
Í heild bara flott ferð, flottir leikir og mikil gleði. Bara alveg eins og þetta á að vera.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli