Áhorfendametið á knattspyrnuleik á Íslandi er 20.204. Laugardalsvöllurinn 18. ágúst 2004 þegar Ísland spilaði vináttuleik við Ítali. Við Ísak Máni vorum þar þann dag og eigum því hlut í því meti og sáum Eið Smára og Gylfa Einarsson skora mörkin í 2:0 sigri. Þetta var fyrsti alvöru leikurinn sem Ísak Máni fór á, rétt rúmlega 5 ára og ég man að mér kveið svolítið fyrir þessu því ég var ekki viss hvort hann myndi endast í sætinu sínu allan tímann. Það var ekki vandamál þegar á reyndi.
Nú var komið að Loga Snæ. Vantar nú einhverja 5 mánuði í 5 ára aldurinn en nú átti að láta verða af því að fara með drenginn á landsleik. Ísland - Skotland sem var í kvöld. Ég keypti 4 miða á netinu, fjölskyldustund skiljiði... Áttaði mig svo á því þegar ég sat fastur í umferðarsultu á leiðinni í vinnuna á mánudagsmorguninn að ég var fastur í öðru verkefni þetta kvöld, nokkuð sem ég hefði átt að kveikja á þegar ég verslaði miðana. Svona er ég stundum.
Það var því ekki annað hægt að gera en að fá staðgengil í mitt sæti og tók Guðrún það að sér. Logi Snær komst í gegnum þetta þrátt fyrir að vera vanur því á ÍR vellinum að horfa í smástund og fara svo afsíðis í smá boltaleik sjálfur, nokkuð sem er víst ekki alveg í boði á þjóðarleikvangnum. 1:2 tap fyrir Skotum og tæplega 10.000 manns, fullur völlur eins og hann er í dag.
Ég hinsvegar var staddur í húsakynnum HR í fyrsta tímanum í námskeiðinu sem ég skráði mig í á þessari önn. Mögulega meira um það síðar.
miðvikudagur, september 10, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Veii fyrir Loga með fyrsta landsleikinn, fékkk Ísak Máni ekki að fara með ?
Ég hef aldrei farið á landsleik og er mjög stolt af þvi....
Skrifa ummæli