föstudagur, janúar 01, 2010

2009 verður 2010

2010 mætt. Mér heyrist að stemming sé almennt sú að menn sjái ekki á eftir 2009. Ég hafði það nú þokkalegt og með tilkomu nýs gríslings þá hlýtur 2009 að teljast nokkuð gott í minningunni.
Ég verð samt að viðurkenna að ég hef sjaldan verði eins óspenntur fyrir fréttaannálnum á gamlársdag eins og í gær. Enda sá ég ekki nema smáglefsu og ranghvolfdi augunum þegar icesave, búsáhaldabyltingin og mæðrastyrksnefnd komu við sögu. Eins og gefur að skilja var mér fljótlega orðið illt í augunum.


Vorum í Æsufellinu eins og hin síðari ár, reyndar með smá undantekningu. Daði Steinn var hálflasinn, með í eyrunum og tilheyrandi og því tók húsfreyjan á heimilinu það að sér að skella sér heim með kappann um tíuleytið til að koma honum í bólið. Við hinir kvöddum 2009 í Fellinu. Staðreynd að eftir 10 ára búsetu í Eyjabakkanum þá var þetta í fyrsta sinn sem það er fulltrúi á svæðinu frá okkar íbúð á áramótunum.
Nýársdagur krumpaður eins og venjulega. Logi Snær stóð sig best í svefni af mannskapnum, skreið framúr rétt fyrir kl 12:00, henti í sig smá morgunmat og tók svo Cartoon Network á þetta. Með miklum tilþrifum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Afskaplega þægileg stelling til að horfa á sjónvarp :-)

kv,
Gulla