sunnudagur, janúar 10, 2010

„DÓMARI!“

Sá framundan flott tækifæri til að prufa nýju myndavélina. Ísak Máni var að keppa æfingaleik í gær í fótbolta og maður horfði til þess. Þegar dró nær helginni var þó greinilegt í hvað stefndi, rigning og rok. Ekkert rosalega spennandi.

Kom líka á daginn að það sem þetta var heimaleikur þá var undir okkur ÍR-ingum komið að redda dómurum, sem eru víst oftast einhver foreldragrey. Þegar þriðji hóptölvupósturinn kom frá yfirmanni dómaramála um neyðarkall þá fannst mér ég ekki getað skotið mér undan ábyrgðinni og bauð mig fram í verkið. Enda ekkert veður til að vera þvælast með nýju myndavélina.

2 x 20 mínútur á hálfum velli, 14 stykki af 10 ára strákum, dass af foreldrum á hliðarlínunni og einn dómari að stíga sín fyrstu skref í bransanum en ekki með neina pappíra um að hann væri hæfur til verksins. Yfirburðarsigur hjá gestunum í Þrótti og ekki hægt annað en að hughreysta frumburðinn með því að í þetta skiptið væri í lagi að kenna dómaranum um allt saman.

Glórulausir innkastdómar í gangi þarna og þessar fjórar aukaspyrnur allar útúr korti.

Engin ummæli: