Nokkrum andartökum áður en klukkan sló miðnætti heyrðist dynkur úr herbergi Loga Snæs og í kjölfarið skaðræðisöskur. Foreldrar hans orðnir háaldraðir og komnir inn í draumaheima þrátt fyrir að um sé að ræða föstudagskvöld.
Við stöðuathugun kom í ljós blóðugur krakki í hálfgerðu sjokki og heilmiklum kvölum. Atburðarrásin hafði verið sú að hann hefur velt sér úr rúminu sínu og stungið sér með hausinn á lampagrey sem var á gólfinu fyrir neðan, með eyrað á undan sér nánar tiltekið.
Kallað var á Guðrúnu frænku sem tók að sér að vera fylginautur niður á Slysó ásamt mömmu hans. Allt gekk vel, engir sauðdrukknir skemmtanafíklar mættir á svæðið og hægt að taka strax við Loga Snæ. Rétt rúmlega eitt var hann kominn heim aftur undir sæng.
Núna er hann markaður eins og rollurnar hjá vini hans Friðgeiri á Knörr, heilrifa á hægra eyra. Verst með lampagreyið.
laugardagur, janúar 23, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég var bara rétt á undan
Kv
Haraldur
ómæ ómæ.. greyið litla....
Skrifa ummæli