FA-bikar helgi að líða undir lok. Manchester United spilaði í dag við Leeds en maður man eftir baráttu þessara liða í ensku deildinni í kringum 1990 og síðar. Þeir hrifsuðu af okkur deildartitilinn 91-92, síðasta árið sem efsta deildin var kölluð sú fyrsta en árið á eftir fengum við Eric Cantona nánast gefins frá Leedsurum, fyrsta deildardollan í áratugi kom í hús og við Manchester menn höfum ekki horft til baka eftir það. Leeds greyin hins vegar hafa verið í tómu rugli og eru í dag staddir í C-deildinni á Englandi, á toppnum reyndar.
Hvað um það, Leeds vann leikinn í dag. Á Old Trafford, 0:1. Finnst það ógeðslega fúlt.
Þegar svona gerist reynir maður alltaf að sjá ljósu hliðarnar á þessu öllu, svona svo maður missi ekki alveg vitið. Ég fór óhjákvæmilega að tengja þennan Leeds klúbb við Ísland og fann smátengingu í ástandið í dag.
Hvernig fór fyrir Leeds? Stóðu sig bara nokkuð vel og töldust vera alvöru klúbbur. Komust í undanúrslit meistaradeildarinnar 2001 en einhversstaðar á leiðinni misstu þeir fókusinn á stöðu mála. Ofmetnuðust, fjárfestu eins og þeir ættu heiminn og allt sprakk í andlitið á þeim. Eru eins og fyrr segir staddir í C-deildinni og eru í huga margra sem óttarleg grey sem grófu sína eigin gröf í græðgi og vitleysu.
Saga Íslands í hnotskurn eins og staðan er? Kannski. Leeds er alla vega á leiðinni úr C-deildinni upp í B-deildina og komst áfram í FA-bikarnum, og eru að vinna sig upp úr skítnum. Ísland er líklega komið niður í utandeildina í þessari samlíkingu en maður verður að vona að við líka náum að hrista af okkur skítinn.
sunnudagur, janúar 03, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli