Jæja, jæja, jæja. Loksins er maður orðinn eins og maður með mönnum aftur. Nýja tölvan er sem sagt komin í hús og bullandi gleði. Maður hefur nú ekkert legið yfir þessu enn enda fékk maður þennan grip bara í hendurnar í dag og dagurinn í dag er dagur 1 í heilagri HM. Svolítið skrítið að vera í tölvunni því öll gögnin voru færð yfir og því er sama draslið á skjáborðinu og á gömlu græjunni en samt ný tölva. Það virðist nú flest hafa bjargast, stafrænu myndirnar og þessu helstu skjöl, reyndar á ég nú von á einhverjum hnökrum en ég vona að þeir verði litlir og fáir. Svo var það alveg dæmigert að sama tölva og ég keypti er á tilboði núna um helgina, 20 þúsund kr. lækkun. En ég minnist alltaf orðanna hans Villa sem sagði að maður mætti ekki skoða tölvutilboð næstu mánuði eftir að maður kaupir sér tölvu, það væri bara bömmer. Ég nenni líka ekkert að svekkja mig á því, þýðir ekki neitt. Um þetta leyti að ári á ég þessa tölvu og ekkert meira um það. Fyrir þá sem vilja vita meira um nýju græjuna mína er bent á þessa síðu, við hina get ég sagt að þetta er massa græja.
Það er furðulegt hvað þessar tæpu þrjár vikur í tölvuleysi vöndust vel. Samt var þetta ekki orðið hægt, borgandi reikninga í einkabankanum í vinnunni og allt í rugli en að mestu leyti lifði maður þokkalegu lífi. Magnað.
Þessir þrír sem villast reglulega hingað inn geta því átt von á reglulegri pistlum en verið hefur.
föstudagur, júní 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
pjúff þvílíkur léttir.....
Skrifa ummæli