miðvikudagur, júní 14, 2006

Eiður Smári

Ég verð aðeins að kommenta með þessa staðreynd að Eiður Smári sé farinn til Barcelona. Fyrir mitt leyti var þetta það næstbesta í stöðunni, auðvitað vildi ég helst að hann hefði farið til Manchester United en Barca er mitt lið á Spáni þannig að þetta var next-best-thing. Besta við þetta er þó að geta slitið allar íslenskættaðar taugar sem tengdust Chelsea. Mikið lifandi ósköp vona ég að strákurinn fái eitthvað að spila og komi til með að standa sig vel. Efast um að maður lifi það að sá annan Íslending spila með þessu liði og því um að gera að njóta þess í botn. Búinn að tala um það í mörg ár að fá mér Barcelona treyju en það hefur aldrei orðið raunin. Hún verður versluð í haust, og hvað á að standa aftan á? Ekki spurning: Gudjonsen 7.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spurning um hópferð til Katalóníu í haust....?:)

Davíð Hansson Wíum sagði...

Góð hugmynd...

Nafnlaus sagði...

Já, þetta var frábært hjá kappanum og ekki vitlaust að fjárfesta í einni treyju, gæti orðið verðmæt með tímanum :-)