miðvikudagur, maí 02, 2007

Ísak og Phil, sálufélagar

Þú ert bara 8 ára gamall og ferð að keppa á fótboltamóti þar sem þú tekur það fram fyrir mót að þú ætlir að skora mark, tilkynning sem þú kastar alla jafna ekki fram. Á mótinu færðu eitt mark skráð á þig, nema bara það að þú settir boltann í eigið net, þ.e. sjálfsmark. Hversu niðurdrepandi er það? Auðvitað var erfiðara en allt að verjast vonbrigðunum og þegar tárin brutust fram skömmu síðar var eina rétta í stöðunni að halda um hnéð. Að gera sér upp meiðsli hlýtur að vera í lagi ef forsendurnar eru réttar.

Kemur fyrir á bestu bæjum, en ef Phil Neville lifir það af að skora fyrir sína gömlu félaga um síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni þá ætla ég að vona að Ísak Máni lifi það af að setja eitt fyrir Þrótt á innanhúsmóti hjá 7. flokk í Egilshöllinni.

En maður lifandi sárt var það.

1 ummæli:

Villi sagði...

Hmm, þetta er nú aldrei skemmtileg lífsreynsla. Þó má hugga sig við að þetta gerist fyrir marga, eins og sjá má á þessari sjálfsmarkasyrpu
Þótt myndgæðin séu nú kannski ekki sérstök þá er þetta svolítið skondið myndband.