laugardagur, júní 18, 2011

Skagamótið 2011 - Dagur 2

4 leikir hjá Loga Snæ í dag. Hinn fyrsti var ekki fyrr en kl. 13:30 þannig að undirritaður, Ísak Máni og Daði Steinn gátu startað deginum hérna í Reykjavíkinni á rólegum nótum. Náðum að fara í smá verslunarferð þar sem versla þurfti nýja skó á frumburðinn og einnig var nauðsynlegt að fylla á kanilsnúða- og kleinubirgðirnar, lífsnauðsynlegur varningur fyrir áhorfendur á fótboltamóti.


Niðurstaðan úr leikjum dagsins var 3 sigrar og eitt jafntefli. Síðasti leikur mótsins, gegn FH, verður svo á morgun. Menn eru því væntanlega í góðum séns að vinna deildina sína en það kemur allt í ljós á morgun, lokadaginn. Logi Snær var nú ekki á skotskónum í dag en var í þokkalegum fíling, þreytan var þó farin að láta segja til sín þegar leið á daginn eins og hjá fleirum.


Veðrið var fínt í dag og mér skilst að það verði fínt á morgun líka þannig að ekki er það vandamálið.

Engin ummæli: