Fyrir daginn í dag hafði ég einu sinni lagt á Esjuna. Árið var 2003 að ég held og við Sigga lögðu í þetta, hvorugt með mikla reynslu í Esjubrölti. Við komumst langleiðina upp á topp en við vorum ekki alveg með það á hreinu hvaða leið væri best þannig að við létum það nægja í það sinnið. Ekki margir á fjallinu þann daginn.
Síðan hafa liðið mörg ár og Sigga hefur stundað þessa Esjugöngur með þónokkru trukki og alltaf hef ég svo sem verið á leiðinni aftur. Við létum okkur hafa það í dag að skella öllum mannskapnum af stað og sjá til hvernig þetta færi.
Þokkalegasta veður, reyndar ekkert alltof hlýtt og á köflum fengum við nokkra dropa til að bleyta aðeins í mannskapnum. Sigga snéri við fljótlega „eftir læk“ með Daða Stein, sem hafði nú aðallega verið í bakpokanum, og Loga Snæ. Við Ísak Máni létum okkur hafa það að koma okkur upp að steininum margfræga en létum það nægja í bili. Náðum þangað upp eftir rétt tæpa tvo tíma en tókum semiskokkið niður á rúmum 40 mínútum.
Í þriðju tilraun skal það hafast að komast á toppinn og við skulum reyna að hafa ekki alveg svona langt á milli tilrauna.
sunnudagur, júní 26, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli