sunnudagur, júní 19, 2011

Skagamótið 2011 - Dagur 3

Lokadagur mótsins og bara einn leikur. Logi Snær og félagar spiluðu við FH og höfðu sigur, 2:0 í spennandi leik. Með því tryggðu þeir sér sigur í íslensku deildinni, þeirri efstu, E-liða og bikar í hús. Ekki slæmt svona á fyrsta móti, það er vonandi að ferillinn hjá guttanum verði ekki bara down-hill eftir þetta. 8 leikir, 7 sigrar og eitt jafntefli og Logi Snær með 4 mörk þrátt fyrir að spila að mestu leyti í vörninni. Bongóblíða upp á Skaga í dag og það gerir allt mun skemmtilegra. Náðum að skottast aðeins með þeim Leiknismönnum sem standa okkur næst og tókum léttan ísrúnt. Svo þegar þessu var öllu lokið var bara farið í biðröðina á þjóðvegi eitt til Reykjavíkur.

2 ummæli:

Jóhannan sagði...

Flottur....

Villi sagði...

Frábært hjá Loga Snæ. Til hamingju.