fimmtudagur, maí 17, 2007

Bikarævintýrið lifir enn

Spiluðum við Snæfell í dag í Grundarfirði. Sigga fór með en við fengum að skilja drengina eftir upp í Mosó enda lítil stemming fyrir því að keyra fram og til baka í fjörðinn á sama deginum. Mannskapurinn var mættur upp úr hádegi en leikurinn var kl. 14:00 og alveg eðalveður um það leyti sem herlegheitin hófust. Byrjuðum vel en lentum samt 0:1 undir, komum þó til baka og náðum 2:1 forystu. Þeir náðu að jafna 2:2 fyrir hlé. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki nógu vel, undirritaður fékk á sig dæmda vítaspyrnu sem þeir náðu að skora úr en aftur náðum við að koma til baka og jafna í 3:3. Við vorum sterkari aðilinn en náðum ekki að nýta okkur það og framlenging því staðreynd en á þessum tíma var komið rigning og rok. Héldum áfram að ráða lögum og lofum og náðum að setja eitt mark í framlengingunni og tryggðum okkur 4:3 sigur.

Ég var alveg í tómu tjóni á tímabili í leiknum, þegar þeir skoruðu úr vítinu fannst mér eins og staðan væri 1:3 en ekki 2:3 eins og hún var. Það var ekki fyrr en við jöfnuðum í 3:3 (og ég hélt þá að staðan væri 2:3) að ég heyrði boltastrákana fyrir aftan markið hjá mér tala um að staðan væri 3:3 að ég kveikti aftur á perunni. Ógeðslega var þetta furðulegt, man samt ekki eftir því að hafa höfðuhögg í leiknum þannig að ég get ekki alveg skýrt þetta blockout.

Niðurstaðan úr þessu öllu er samt sú að við erum komnir á þann stað í keppninni sem okkur dreymdi um, fáum alvöru leik við öflugt lið Afturelding sem er spáð toppbaráttunni í 2. deildinni. Við erum líka eina utandeildarliðið sem er eftir í keppninni. Þessi leikur verður spilaður í Mosó þann 31. maí og ekki annað hægt en að hlakka til en ljóst er að við verðum í hlutverki Davíðs í þessum leik. Planið verður því einfaldlega það að gefa okkur alla í þennan leik og njóta dagsins. Ég er samt með aðeins í maganum vegna þess að hnéð er ekki alveg nógu gott eftir meiðsli sem ég lenti í á undirbúningstímabilinu. Það verður að halda því þetta er leikur sem öllum langar að spila, þetta er ástæðan fyrir því að maður er að djöflast í þessu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

og... er ekki nóg að skrifa bara hvernig leikurinn fór... voða leiðist mér þetta fótboltavesen og væl pffff....

Nafnlaus sagði...

Mér fannst þú e-ð ekki alveg í sambandi þarna á kafla í leiknum, hélt bara að þú værir svo rólegur með þessa massa vörn fyrir framan þig. Mikið er ég óskaplega farinn að hlakka til leiksins, fæ líklegast frí, helvíti dýr keppni að verða, 3 túrar í frí :D

Nafnlaus sagði...

Frábært, er þetta ekki bara stressið, ég verð svona þegar ég fer í próf, man ekki neitt....