fimmtudagur, maí 17, 2012

Fimleikadrengurinn

Logi Snær er búinn að vera í fimleikum hjá Ármanni síðan í haust.  Svona það litla sem maður hefur séð glitta í á æfingum þá virðist hann vera nokkuð öflugur í þessu og hefur yfirleitt gaman af þessu.  Svo var það í dag að það var sýning fyrir forelda og aðstandendur.  Ég var nokkuð spenntur bara en vissi nú ekki alveg hvað ég væri að fara út í, ef við hefðum verið að tala um eitthvað boltamót þá væri ég meira á heimavelli.  Það var búinn að vera talsverður undirbúningur hjá drengnum fyrir þetta, æfingar fyrir luktum dyrum og generalprufa, sömuleiðis sem enginn aðstandandi mátti verða vitni af.  Við þurftum að kaupa miða og alles, þannig að allt í kringum þetta var frekar svona alvöru.
Ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið flott sýning.  Þarna voru margir hópar af öllum stærðum og gerðum.  Á öllum aldri, í allskonar búningum og mislangt komin í fimleikalegri færni.  En atriðin voru flott, ljósashow og tónlist í takt, mikið lagt í þetta.  Tæpur einn og hálfur tími var svona í það lengsta, sérstaklega þegar atriðið hjá mínu barni rann í gegn á nokkrum mínútum.  En ég skemmti mér a.m.k. nokkuð vel, þótt þetta væri boltalaus skemmtun með öllu.

1 ummæli:

Gulla sagði...

Æi þetta er yndislegt. Frábært hjá þér Logi :-)