mánudagur, maí 14, 2012

Sumar?

Ljóta vitleysan hugsaði ég með mér þegar ég var búinn að nudda stírur úr augunum og pírði út um gluggann í morgun.  Mælirinn sagði -3 og ég heyrði nánast hvað rokið var kalt.  Kuldagallinn hjá leikskólaskottinu var dreginn fram innarlega úr skápnum og svo var bara rennt upp í háls áður en maður dreif sig út.

Þetta er ekki hægt en það góða er þó að maður býr ekki norður í rassgati.

Engin ummæli: