sunnudagur, maí 13, 2012

Listamaðurinn í leikskólanum


Skaust niður í Mjódd um daginn ásamt þeim yngsta og þeim elsta til að pikka upp pizzu.  Á meðan við biðum skutumst við inn í göngugötuna til að finna listaverkið hans Daða Steins en venja er að leikskólarnir í hverfinu sýni verk krakkanna í Mjóddinni á vorin.  Þegar ég var að smella mynd af drengnum við verkið þá gat ég ekki annað en fengið svona nett dé-já-vu enda hafði ég verið þarna áður í þessum erindagjörðum.  Mér finnst ekki langt síðan ég var að taka mynd af Loga Snæ við sama tilefni.  Gaman að því, nema kannski að því leyti að það þýðir að maður er ekki að verða neitt yngri.

Engin ummæli: