miðvikudagur, maí 16, 2012

Píanóleikarinn

Ísak Máni var að taka svokallað grunnpróf í píanóleik þessa viku.  Hann tók verklega hlutann á mánudaginn og svo var það skriflegt próf í dag.  Mér skilst að hvort um sig hafi gengið ágætlega en ég held að hann fái niðurstöður úr þessu 30. maí.  Áhuginn á píanóinu er enn til staðar og hann ætlar að halda áfram næsta vetur sem er bara hið besta mál.

Hann spilaði á síðustu tónleikum vetrarins um síðustu helgi, spilaði Écossais eftir Beethoven en þann flutning má sjá hérna:


1 ummæli:

Villi sagði...

Þetta er svakalega flott. Við Rúnar Atli sátum agndofa og snertum ekki morgunmatinn okkar á meðan við horfðum. Frábært, Ísak Máni, alveg frábært.