laugardagur, maí 12, 2012

Skilaboð til Afríku

Eitthvað fóru menn allt í einu að verða yfirlýsingaglaðir þarna hinumegin á kúlunni, við það eitt að versla sér eitt stykki körfuboltaspjald.  Nánar um það -HÉR-

Lokahóf yngri flokka ÍR í körfunni var í dag.  Logi Snær fékk ríkismedalíuna, enn það ungur að menn eru ekki farnir að pikka einstaklinga út en hann er að standa sig mjög vel, er öflugur strákurinn.  Ísak Máni fékk svo viðurkenningu fyrir ástundun í sínum flokk.  Að auki var svo keppt í Stinger skotkeppni á þessu lokahófi.  Ísak Máni gerði sér lítið fyrir og vann eldri flokkinn og fékk viðurkenningu fyrir það.  Logi Snær stóð sig líka frábærlega og náði 3ja sætinu í yngri flokknum en átti þar í keppni við gaura upp í 6. bekk, þ.e. allt að þremur árum eldri.

Þannig að menn vilja bara hafa það á hreinu að Stjörnuliðið í Breiðholtinu er við stífar æfingar og mun taka á móti allri mótspyrnu frá áhugamannaklúbbum af fullri hörku.  Myndir segja meira en mörg örð og í þessi tilfelli ættu videómyndir að styrkja mál okkar.  Mæli með að aðrir auki eitthvað æfingaprógrammið hjá sér til að það verði hreinlega ekki troðið yfir þá.

2 ummæli:

Villi sagði...

Trampólínskotið var glæsilegt!

Þessi litla vestur á fjörðum sagði...

Þið eruð ágætir kæru bræður, en vitiði hvað, Aron Kári tilkynnti það í gær að hann ætlaði að verða íþróttamaður þegar hann yrði stór og bað foreldra sína mjög fallega um að kaupa bolta inná heimilið.... það er allavega komið í nefnd að versla eitthvað kringlótt og hreyfanlegt. Nú svo má kannski áætla að drengurinn hafi erft fótboltahæfileikana frá móðurinni þá er án efa stórstjarna í fæðingu á þessu heimili....!!!! (amk ef boltakaupin verða samþykkt).