fimmtudagur, febrúar 28, 2013

Hún er alveg með´etta

Mest lesið í umræðunni á Vísir.is á þessum tímapunkti, nokkuð vel gert hjá kerlu.  Það er verið að skáka einhverjum stórjöxlum þarna. 

miðvikudagur, febrúar 20, 2013

mánudagur, febrúar 11, 2013

Menning að ég tel

Það var naumast að menn voru menningarlegir þessa helgina en sótti, bæði föstudags- og laugardagskvöld, einhverja viðburði sem sumir hverjir flokka sem ákveðna menningu en eflaust einhverjir aðrir sem myndu flokka þetta bæði sem rakna ómenningu.

Fór á föstudeginum á uppistand hjá Mið-Ísland hópnum.  Starfsmannafélagið í vinnunni var að gera og græja og ég tók Ísak Mána með mér.  Það var bara fínt, saknaði reyndar Ara Eldjárns sem var í öðrum verkefnum í Svíþjóð að mig minnir en Þorsteinn Guðmundsson mætti sem staðgengill.  Björn Bragi kom svo skemmtilega á óvart, af einhverjum ástæðum hafði ég ekki búist við miklu af honum.  Svona geta fyrirfram fordómar komið í bakið á manni.  Giggið haldið í Þjóðleikshúskjallaranum, díses kræst, örugglega einhver 16-18 ár síðan maður var þarna síðast.

Á laugardeginum var hinsvegar alvaran, Skálmöld með útgáfutónleika vegna gripsins Börn Loka.  Tommi frændi var búinn að tryggja mér miða fyrir einhverju og mætti í bæinn með einkasoninn og Gústa bróður sinn.  Var að rifja upp þegar við Tommi fórum á útgáfutónleikana á fyrstu plötu Skálmaldar fyrir rétt tæpum tveimur árum, sá dagur var rakinn í orðum -HÉR-.  Fyndið hvað það var mikil tilviljun að maður rataði á þessa tónleika þarna 2011.  Talsverð breyting að fara úr Tjarnarbíó 2011 og yfir í Háskólabíó 2013 en bara gott mál.  Ég er á því að fyrri gripurinn sé betri, af einhverjum ástæðum nær hann betur til mín.  En með það sama lofsyng ég þennan seinni grip, þetta er algjört meistarastykki, sem segir kannski meira hvar ég set fyrri diskinn þeirra.  Tónleikarnir voru algjört æði, umgjörðin og metnaðurinn sem er lagður í þetta skín svo í gegn að það hálfa væri yfirdrifið nóg.  Sem fyrr er söguformið skemmtilega notað, algjört listaverk.  Eftir að þeir voru búnir að rúlla í gegnum plötuna var skellt í smá hlé áður en nokkur aukalög af Baldri voru skellt með sem kaupauki, þvílíkt og annað eins.

Fann hérna tvær ræmur af kvöldinu á youtube sem einhverjir góðir menn er að miðla til annarra, gaman að þessu: