mánudagur, september 26, 2011

Réttarlaus

Sigga fór í sveitina um helgina sem var að líða. Réttarhelgi. Við höfum nú yfirleitt fylgt með í gegnum tíðina eins og ég held að ég hafi komið inn á hér á þessum vettvangi. En kella fór ein í þetta sinnið, hafði þar aðallega leiðinleg veðurspá mest að segja en rigning og rok hefur aldrei kallað neitt sérstaklega á mig fyrir þetta tilefni. Ég get alveg nagað strá, andað að mér sveitalofti og virt fyrir mér rollur í bunkum en þá verður að vera þolanlegt veður, það er bara þannig. Held reyndar að veðrið hafi svo verið skárra en upphaflega stefndi í. Það er alltaf næsta ár, Daði Steinn verður kannski orðinn aðeins meiri maður í rolluglímu.
Við strákarnir reyndum bara að taka slökun á þetta í höfuðborginni. Ísak Máni var reyndar að keppa í skólamóti í fótbolta í Egilshöllinni á laugardeginum, hinu árlega 7. bekkjarmóti. Svo var bara Megavika og Yoyo ís.

Búinn að spýta

Ljóta ruglið.

Tannsaferðin í dag gekk nú reyndar þokkalega en ég fékk staðfestingu á því sem ég vissi. Nú verður maður að fara að klára að láta rífa úr sér þessa endajaxla.

Fjárinn sjálfur.

Ekki nóg með að framkvæmdin sjálf verði örugglega hell, tómir blóðpeningar í ofanálag og svo verður maður örugglega þrefaldur í framan í góðan tíma á eftir.

Díses kræst.

Fleiri, fleiri ár síðan maður ætlaði að klára þennan pakka. En dómur læknisins var að annað hvort fara menn í það að gera eitthvað við þetta eða rífa þetta úr.

Skrambinn.

sunnudagur, september 25, 2011

Tímabil tvö í 30+ boltanum

Varla vottur af stemmingu frá minni hendi, mætti ekki á eina einustu æfingu og bara í þá leiki sem ég gat ekki logið mig úr. Svipaður kjarni og í fyrra, nokkrir gamlir Vatnsberar en þetta fer að verða spurning um að hætta þessu bara. Missti af fjórum leikjum, einum sigri og þremur tapleikjum. 8. sæti í 10 liða deild, unnum bæði liðin fyrir neðan okkur en töpuðum rest.

5 leikir: 1-0-4

27. júní Þróttaravöllur
Þróttur - Fylkir 6:4

18. ágúst Fylkisvöllur
Fylkir - FH 2:6

31. ágúst Fylkisvöllur
Fylkir - Reynir S 9:2

13. september Fylkisvöllur
Fylkir - Afturelding 1:7

21. september Þróttarvöllur
Þróttur 2 - Fylkir 5:1

Heildarferillinn:
14 leikir: 4-0-10

laugardagur, september 17, 2011

„og svo spýta“

10 dagar í það að ég verði búinn að uppfylla eitt af áramótaheitum síðustu tveggja ára. Heiti sem hefur hingað til gengið illa að uppfylla.

Get ekki sagt að ég hlakki til.

fimmtudagur, september 15, 2011

Drukkið í miðbænum

Haustbragur yfir flestu þessa daga finnst mér. Tréin í garðinum eru orðin haustlituð, nettur hrollur í manni á morgnana og sá yngsti fer í sokkabuxum í leikskólann. Skil samt ekki hvað maður er að væla, ekki enn þurft að skafa bílinn eða vaða slabb.
Ekki að haustið sé eitthvað alsæmt en þá var sumarið var fínt.

fimmtudagur, september 01, 2011

Ekkert grillaður

September genginn í garð og þá finnst manni alltaf eins og sumarið sé formlega búið þótt sambærileg stemming komi líka alltaf þarna seinnipartinn í ágúst þegar skólarnir byrja og sú rútína hefst.
Þetta sumar fer þó í sögubækurnar sem sumarið sem við áttum ekkert grill. Gamli garmurinn hafði farið niður í geymslu þegar svalirnar voru teknar í gegn í utanhússframkvæmdunum hérna á blokkinni og ég var búinn að heita því að sá haugur færi ekki á "nýju" svalirnar. Svo tók ég mig til undir lok síðasta veturs, þegar ég var orðinn hundleiður á að hafa það niðri í geymslu, og henti því á haugana. Alltaf var ég svo á leiðinni að kaupa mér nýtt grill en kom því, af einhverjum ástæðum, aldrei í verk. Saknaði þess minna en ég hefði haldið en menn hljóta að girða sig í brók fyrir næsta sumar. Eða hvað?