fimmtudagur, nóvember 29, 2012

Börn Loka

Reif mig loksins upp á rassgatinu í síðustu viku og smellti Börnum Loka í spilarann, eða tölvuna öllu heldur.  Var búinn að forðast að heyra einstök lög og var í raun ekki búinn að heyra einn einasta tón áður en ég ýtti á play.  Þannig var ég búinn að setja þetta upp, eitthvað rólegt kvöld ætlaði ég að setja upp heyrnatól og rúlla í gegnum þetta frá fyrsta tón til hins síðasta, svo sagan myndi nú njóta sín til fullnustu.  Einhver bið varð á þessu rólega kvöldi og diskurinn í plastinu á meðan.  En það hafðist s.s. að innbyrða söguna í þokkalegu næði.
Flottur diskur, annað verður ekki sagt en það verður samt að segjast að hann náði negldi mig ekki eins og raketta í rassinn eins og frumburðurinn.  Kannski var uppbyggð eftirvænting of mikil, veit ekki en ég er að vinna í því að mjatla honum betur inn.

Sjáum hvernig það þróast.

Ljúkum þessu lélegasta bloggmánuði síðan skriftir hófust á þessu lítilræði.