sunnudagur, nóvember 04, 2018

Sambíómót Fjölnis

Ári eftir körfuboltamótið hið fyrsta hjá Daða, sem var einmitt Sambíómót Fjölnis þá var haldið aftur á það mót.  Ég man nú ekki hvort Ísak fór einhvern tímann á þetta mót en Logi gerði það og þá var þetta alveg skelfilegt, það voru 2-3 tímar á milli leikja og maður þurfti að hanga þarna allan daginn.  Eitthvað eru Fjölnismenn búnir að rífa sig í gang með það en þetta var nokkuð þægilegt núna.  Laugardagurinn byrjaði reyndar á bíómynd og svo voru spilaðir þrír leikir en á sunnudeginum voru 2 leikir spilaðir, allt nokkuð þétt.  Daði var að spila í nýja húsinu við Egilshöllina, sem var mjög gott, allt betra en helv$# Rimaskóli.  Reyndar var lítið af sætum fyrir áhorfendur en nóg pláss, sem er mjög gott.  Engin stig talin og allt frekar afslappað en Daði og félagar litu frekar vel út í þessum leikjum sem þeir voru að spila. 
Daði ásamt þjálfurunum Brynjari Karli og Eiríki

Menn lögðu sig í verkefnið

Ekkert látið stoppa sig