þriðjudagur, janúar 27, 2009

Enn í veikindum


Popp, náttföt, rúmið, TMNT. Allt í einum pakka og fyrir hádegi...

...ömurlegt að vera veikur heima.

fimmtudagur, janúar 22, 2009

Hér sé stemming


Hlaupabólan mætt á svæðið og búin að bíta Loga Snæ í rassinn, og rúmlega það.

mánudagur, janúar 19, 2009

Mála allan heiminn?

Það fór svo að karlinn náði að rífa sig upp og halda í smávægisframkvæmdir. Forstofan og gangurinn var málað á vormánuðum 1999, þegar við fluttum inn nánar tiltekið. Eftir hefðbundið heimilislíf ásamt smá slettu af innanhúsbolta var ljóst að tími var kominn á einhverjar málingarumferðir, þótt fyrr hefði verið.Fékk nú reyndar smá spark hérna um árið sem hefði nú átt að ýta manni út í þessar framkvæmdir en það tók samt rúmlega eitt og hálft ár eftir það spark að gera og græja. Hvað um það, búinn að mála og get því hallað mér aftur í stólnum næstu tíu árin...

...þegar ég verð búinn að mála aðeins í svefnherberginu en þar eru smá tilfæringar framundan. Veit ekki hvar þetta endar ef menn þurfa alltaf nýja gríslinga til að ýta við sér.

sunnudagur, janúar 18, 2009

Skólinn framundan

Skólaplanið komið og ég get ekki neitað því að það kreistust fram nokkrar svitaperlur út úr ennisholunum þegar ég leit á þetta. Tvisvar í viku strax eftir vinnu plús heimalærdómur og hin geysivinsæla hópavinna. Ég er nú samt „bara“ að taka þessa fjóra kúrsa fram að áramótum en slepp við þessa tvo sem ég er búinn að dunda mér að taka. Ég byrja 18. febrúar og verð frekar sveittur fram í byrjun maí. Þarf svo ekki að mæta aftur fyrr en í lok september fram í byrjun desember en þá ætti þessu að vera lokið ef allt gengur eins og lög gera ráð fyrir.

Ætla að reyna að samnýta eitthvað fæðingarorlofið í takt við þetta allt saman en það verður víst nóg að gera á öllum vígstöðvum. Gat ekki annað en brosað út í annað þegar ýjað var að mér þar sem ég var staddur í Egilshöllinni að horfa á ÍR spila fyrsta leik í Reykjavíkurmótinu í fótbolta, eins og sönnum die-hard-geðsjúklings-fan sæmir, hvort ég væri ekki til í að starfa eitthvað fyrir stjórn knattspyrnudeildar ÍR. Afþakkaði pent en hver veit? Kannski næst.

mánudagur, janúar 12, 2009

Risaleysi í ofurskálinni þetta árið

Allt með ró og spekt hérna megin.

Helgin gekk ágætlega fyrir sig, nema það að Risarnir mínir frá Nýju Jórvíkurskíri létu slá sig út úr keppninni um ofurskálina. Leikurinn þeirra var ekki sýndur í sjónvarpinu svo ég stóð sjálfan mig fylgjast með helstu atburðum leiksins í beinni á netinu. Langt leiddur en það er eitthvað við þetta sport. Ég er því að gera upp við mig hvaða lið ég eigi að styðja á þessum síðustu metrum en ljóst verður að ég mun ekki upplifa eins leik og í fyrra, það var svaðalegt.

Ísak Máni er sem fyrr í fót- og körfuboltanum. Keppti í körfubolta um helgina og við það tækifæri lenti þessi bútur á bandi:Boðskapur myndbandsins:
Ef þú klikkar á skoti í sókninni þá er ekkert annað að gera en að spretta í vörn, láta ekki bugast og vera ófeiminn að taka aftur skot þegar færi gefst.

Samkvæmt plani eru tveir mánuðir á morgun í litla grís.

laugardagur, janúar 03, 2009

Ferskur

Laugardagsmorgun.

Vaknaði rúmlega sjö svo ég gæti skutlað mömmu út á BSÍ. Það tókst. Í annarri tilraun en tilraunin í gær gekk ekki af þeirri einföldu ástæðu að það var ekki rúta til Grundarfjarðar kl 17:30 í gær. Furðulegt að komast að því kl 17:10 á miðju gólfinu á BSÍ. Mamma hafði hringt á gamlársdag til að athuga með ferðina. Það gat ekki verið sagði konan í afgreiðslunni, það var ekki opið hérna á gamlársdag. Furðulegt.

Var að spá í að stoppa í Hagkaup í Skeifunni á leiðinni heim, kl 08:24 og skella mér á útsölu. Opið allan sólarhringinn í Skeifunni. Hefði verið töff svona á laugardagsmorgni. Beilaði á því.

Fékk mér kaffi þegar heim var komið úr nýju Senseo-vélinni sem ég fékk í jólagjöf. Ákvað að fara alla leið og prófa kaffið með súkkulaðibragði sem kom í gjafapakkanum sem fylgdi með. Hef hvergi séð þessa kaffitegund í almennri sölu og það væri því eftir því að mér hefði fundist það ógeðslega gott. Það var fínt. Ég hef 9 púða til viðbótar.

Kíkti á mbl.is og sá að einhver ríkisplebbinn var að væla yfir Cintamani úlpunni sem hann fékk í jólagjöf frá vinnunni vegna þess að einhver hluti af rennilásnum kom hugsanlega frá einhverju héraði í Kína þar sem menn tala mögulega hastalega við dýr. Kíkti í framhaldi á cintamani.is og sá þessa snilld.

Það er gott að allir dagar byrja ekki eins.

fimmtudagur, janúar 01, 2009

Fyrsti.Fyrsti.Tvöþúsundogníu

Rosalega vill nýársdagur verða eitthvað hálfkrumpaður. Tala nú ekki um þegar úti er rigning og myrkur yfir öllu. Allir frekar þreyttir og skakkir (ekki þunnir samt) og lítið annað hægt að gera en að bíða eftir að deginum ljúki. Skröltumst á rúntinn svona aðeins til að komast út úr húsi. Keyrðum m.a. fram hjá stúdentagörðunum hjá HÍ, þar sem við bjuggjum fyrir 10 árum síðan. Þar hefur margt breyst í nágrenninu. Það má nú sama segja um aðstæðurnar hjá okkur því á leiðinni heim stoppuðum við á bílasöluplani og virtum fyrir okkur 7-manna sjálfrennireið. Maður stendur sjálfan sig alltaf í því að setja sér ný viðmið, einu sinni ætlaði ég aldrei að kaupa mér station bíl en núna er maður kominn í rútupælingar. Ég tel mér þó trú um að ég sé ekki að fara í svona rennihurðadæmi en hver veit, kannski er það eitt af þeim viðmiðum sem eiga eftir að breytast. Ekki að þetta sé svo sem að fara gerast alveg á næstunni, gamli jálkurinn dugar eitthvað enn og svo er líka kreppa.Áramótin í gærkvöldi voru asskoti fín bara. Vorum í Æsufellinu með ÚTSÝNIÐ og það var rosalega flott. Í heild þægileg, rólegheitar stemming með dass af flugeldum, bara eins og þetta á að vera.
Ekki það að þessi myndbandsbútur nái breiðtjalds- og steríóstemmingunni þá er þetta þó smá sýnishorn.