sunnudagur, desember 27, 2015

Jólin 2015

Heildarframkvæmdin á þessum jólum nr. 2 í Kögurselinu voru með hefðbundnum hætti að mestu leyti.  Ísak Máni var reyndar að vinna í Hagkaup frá kl. 11:00 - 14:30 þannig að hann gat ekki komið í hefðbunda íþróttahússheimsókn í Breiðholtsskóla og hafði það talsverð áhrif á upplifunina hjá öðrum.  En úr því var reyndar bætt á jóladag.
Sigga galdraði fram hamborgarahrygginn og hangikjötið á slaginu kl. 18:00 og spennustigið tengt pökkunum var svona innan skekkjumarka.  Logi Snær fékk reyndar aðeins í magann strax eftir matinn en líklega var það vegna ójafnvægis á milli kjötsýrustigs og spennuhnútsins í maganum.  Hann var svo alveg þokkalegur í pakkaflóðinu.  Verður að teljast hefðbundið sem rataði upp úr pökkunum, fatnaður var áberandi þessi jólin.