sunnudagur, febrúar 28, 2016

Afnám styrktarbitanna

Þegar tæpa viku vantaði í 7 mánaða beinbrots-afmælið hjá frumburðinum var lokahnykkurinn í endurhæfingaferlinu framkvæmdur núna á föstudaginn þegar „styrktarbitarnir“ voru hreinlega dregnir út úr beinmergnum. Svæfing og þessháttar en allt gekk þetta að óskum. Núna er formlega búið kvitta fyrir þetta brölt á Selfossi í ágústmánuði í fyrra og læknaheimsóknum lokið.

Það verður að segjast að þetta er algjörlega alvöru.