sunnudagur, janúar 05, 2014

Áramótin og endalok jóla

Þá er enn einum áramótunum lokið.  Mér finnst eins og það sé alltaf styttra á milli þessara tímamóta, kannski er það bara ég.  Æsufellið var það eins og hefur verið yfirleitt venjan þessi síðustu ár.  Maturinn góður og útsýnið ekki síðra:


Kvöddum svo jólin með brennu og flugeldasýningu upp í Mosó í gær, menn eitthvað að þjófstarta þessi endalok þetta árið.  Sem er nú svo sem alveg fínt bara, það er auðveldara og skemmtilegra að dröslast með krakkana á sómasamlegum tíma um helgi frekar en að vera að þessu brölti á vikum degi.  Nokkur ár síðan við tókum þetta dæmi í Mosó, en þetta er rosalega flott alltaf og ekki svo slæmt að enda í pönnsum á eftir.