sunnudagur, október 09, 2016

Með celeb á bakinu

Skellti mér á landsleik í fótbolta þar sem Ísland og Finnland voru að spila í undankeppni HM.  3:2 sigur hafðist með ævintýralegum lokamínútum þar sem Ísland skoraði hálfvafasamt mark í blálokin en við tökum því.  Ég fór með Loga og Daði + Theó, vinur hans Loga komst með þar sem Ísak gat ekki mætt.
Allavega, ég veitti nú ekki mikilli athygli parinu fyrir aftan mig sem talað ensku og var greinilega í semi-túristagír.  Áttaði mig ekki á því fyrr en ég sá Fréttablaðið að þarna var kominn enski lögregluþjónninn sem var stunginn eftir leik Íslands og Frakklands á EM og talsvert var fjallað um á miðlunum hérna heima.  Svo mikið að það var safnað fyrir hann ferð til landsins og honum m.a. reddað miðum á þennan leik ásamt einhverjum hefðbundnari túristaviðburðum.  Maður hefði kannski hent í eina mynd með kappanum og frú ef maður hefði bara vitað.

Fréttin í Fréttablaðinu

Theó, Logi og Daði náðust á mynd hjá fulltrúa KSÍ