föstudagur, ágúst 19, 2016

Norðurá - Wíum 3:0

Í þriðja skiptið hélt ég í Norðuránna til laxveiða en ég hafði farið 2011 og svo aftur 2013.  Hvað er hægt að segja, enn var lítil sem engin veiði og ekki veiddi ég neitt, þriðja skiptið í röð.  Eitthvað sá maður af fiski stökkva en lítil stemming var hjá þeim að bíta á.
Þetta er ekki alveg að heilla mann, enn hef ég ekki stokkið út í búð og græjað mig frá toppi til táar og hellt mér út í fluguhnýtingapælingar.  Mögulega er eitthvað að hafa áhrif að þessi skipti eru þau einu sem ég hef verið í því að kasta flugu, og í sannleika sagt er ég alveg guðdómlega lélegur í því.

Spurning hvort allt er þá þrennt er?